Mikið púður er lagt í að búa til hina fullkomnu auglýsingu sem kemur öllum gildum vörumerkis til viðskiptavina og fá þá til versla sínar vörur út í verslun. Þegar viðskiptavinur er loks út í verslun tekur annar fasi við í kaupferlinu.
Viðskiptavinur þarf að geta fundið vöruna þína og fullvissað sig um að þetta sé sama vara og honum var lofað í auglýsingum. Innan hús skilaboð eða "in-store communication" taka við og skipta gríðarlegu máli í að leiða viðskiptavininn að þinni vöru og byggja upp traust í leiðinni - merkingar, sölustandar, uppstillingar og vörupakkningar spila þar stórt hlutverk og þurfa að vera í lagi. Því að þótt beitan sé góð þarf línan að halda.
Víða er pottur brotinn og erfitt að tryggja hvert einasta smáatriði en nokkur dæmi ber þó að varast til þess að hámarka árangur herferða og langtíma virði vörumerkja:
Þegar það er ráðist í endurvakningu vörumerkis og pakkningar m.a. teknar í gegn þarf að tryggja að pakkningin sjáist í hillunni. Bestu dæmin eru kjöt pakkningar þar sem svörtum bökkum er staflað himinhátt og aldrei sést í endurhannaða frontinn.
Uppskriftar bæklingar, mörg vörumerki treysta á að taka þátt í ýmsum uppskriftum þar sem varan virkar ekki ein og sér. Miklum fjárhæðum er þá eytt í að búa til uppskriftir, hanna uppskriftarbækling, prenta bæklinginn og dreifa í verslanir. Þegar bæklingurinn er komin á áfangastað er enginn standur fyrir umræddan bækling og honum komið vandræðarlega fyrir í hillunni þar sem fáir sjá.
DÚNDUR TILBOÐ! - Frábær verð kynnt til sögunar og allir hvattir til þess að fara í næstu verslun. Þegar það er komið út í verlsun er enginn merking sem gefur til kynna að það sé herferð í gangi og vörur jafnvel enþá í sama hilluplássinu með aðeins lægri verðmiða fyrir neðan sig.
