top of page
Search

Planogram... hvað er það og afhverju?

Updated: Jul 28, 2021

Plan-o-gram er eitt af mörgum verkfærum sem að verslanir hafa til þess að stýra og mæla hvernig uppröðun í hillum hefur áhrif á sölu eða upplifun viðskiptavina. Á íslensku er planogram ekkert annað heldur en hilluskipulag hvar, hvernig og afhverju vörur eru settar þar sem þær eru.


Það er ekki tilviljunarkennt að ákveðnar vörur fá fleiri feisingar heldur en aðrar í verslunum. Oft hefur það með vöruúrval, staðkvæmdarvörur og/eða stuðningsvörur að gera, í enda dags hafa verslanir bara X marga fermetra og keppast við að hámarka söluna á hvern og einn einasta.

Dæmi um einfalt planogram
Dæmi um einfalt planogram

Það þekkist víða að þegar að birgjar fá úthlutað sitt eigið svæði í verslunum að þeir séu tilbúnir með planogram fyrir sínar vörur og hvernig þeir vilja að þeim sé stillt upp.

bottom of page