Framsetning og uppstilling vara er mikilvæg fyrir vörumerki, verslanir, viðskiptavini og starfsmenn.
Aukin framleiðni
Merkingar, tilboð og leiðbeiningar þurfa að vera auðlesanleg og skýr, það gerir viðskiptavinum kleift að afgreiða sjálfa sig og þurfa ekki stöðugar leiðbeiningar frá starfsfólki. Því fleiri sem geta afgreitt sjálfa sig, því betra flæði kemst á verslunina.
Aukið flæði býður upp á fleiri auka sölur þar sem viðskiptavinir fá að ráfa sjálfir um búðina og mynda sér skoðun á hverju þeir vilja. Fiskibein, bretti og pop-up standar eru kjörið tækifæri til að stækka körfu viðskiptavina.
Þægilegra umhverfi
Aukin sjálfsafgreiðsla gefur starfsfólki meiri tíma til þess að sinna verslunarstörfum t.d. að hafa hillur fullar og frontaðar. Það hafa eflaust allir reynslu af því að labba inn í snyrtilega og vel uppstillta búð vs. ósnyrtilega og hálf tóma verslun með vörur þvers og kruss - hvora búðina langaði þig aftur í?
Það er margfalt ódýrar að halda í núverandi viðskiptavin heldur en að fá inn nýjan, gefðu þeim ástæðu til að koma aftur, og aftur, og aftur. Viðskiptavinum sem líður vel og vita að þeir geta gengið að vörunum sem þeir þurfa sem sjálfsögðum hlut koma alltaf til baka.
Aukinn hagnaður
Ekkert sem kemur á óvart hér... Verslun með gott flæði, auka sölur, viðskiptavinum sem líður vel og vörur sem selja sig sjálfar er kominn með vinningsformúlu í hendunar. Starfsfólk hefur meiri tíma til að halda búðinni snyrtilegri og hjálpa þeim sem vantar raunverulega hjálp. Viðskiptavinir koma aftur og segja frá jákvæðri reynslu til vina og vandamanna.
