Eflaust eitthvað sem kemur fáum á óvart er hversu dýrmætt hillupláss í augnhæð er fyrir vörurmerki. Það er algengt orðatiltæki að augnhæð er kauphæð, enda til margar rannsóknir sem styðja við það. Það eru margar leiðir til þess að nýta þetta pláss en verslanir eiga oft nokkrar hillur sem eru tileinkaðar því að prófa nýjar vörur stundum gegn greiðslu eða öðrum tilboðum.
Ef að þitt vörumerki er með hillupláss í augnhæð er mikilvægt að halda í það, þumalputta regla er að hafa sölumestu vöruna og jafnframt vöru sem er með háa framlegð fyrir verslunar eigendur í augnhæð.

Hvað er í stöðunni ef að þitt vörumerki er ekki í augnhæð?
Ekki örvænta, það eru fleiri hillur af ástæðu þó að hillur í augnhæð eru yfirleitt með þriðjung af allri sölu í hilluplássinu.
1. Vertu sýnilegur
Vörur seljast ekki nema þær séu sjáanlegar, frekar auðveld jafna. Leggðu áherslu á að þínar vörur séu vel framsettar og snyrtilegar. Ef að þú ert með pláss í efstu hillu er frekar erfitt fyrir alla undir 190 cm. að sjá hvað er til þegar fyrstu stykkin eru farinn. Sömuleiðis með neðstu hillur þegar að fyrstu stykkin eru horfinn virðist varan vera uppseld.
2. Hver er þinn tilgangur?
Allar vörur eru ekki jafnar, áttaðu þig á því hvað þín vara er fyrir viðskiptavinum. Stuðningsvörur líkt og salsa sósa með snakki eiga ekki heima í augnhæð, þar sem sósan er kaupákvörðun eftir að snakkið er komið í körfuna. Skilgreindu hvert þitt gildi er fyrir viðskiptavinum og komdu því til skila.
3. Gerðu betur
Ef að þín vara er samkeppnisvara við þá sem er í augnhæð þarf að vera ástæða fyrir viðskiptavini að velja þína vöru. Vörukynningar hafa gert það gott í gegnum tímans rás, leyfðu viðskiptavinum að smakka og útskýrðu vöruna þína fyrir þeim. Er svigrúm til þess að lækka verðin eða hleypa annarsskonar tilboði af stokknum?